Rannsóknar- og þróunarsjóður

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011, á grundvelli heimildar sem sett var í skipulagslög árið 2010 um að verja megi fé úr Skipulagssjóði til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála. 

Að jafnaði er úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári að undangenginni auglýsingu. Árið 2019 verður ekki úthlutað úr sjóðnum.

Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. 

Umsóknareyðublað sem má nálgast hér.

Um skil á lokaskýrslum rannsóknar- og þróunarverkefna

Skila skal lokaskýrslum verkefna sem hlotið hafa styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði til Skipulagsstofnunar, rafrænt (á pdf-formi) á netfangið skipulag@skipulag.is. Í þeim skal geta þess að verkefnið sé styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar en ekki skal merkja verkefnisskýrslur með merki Skipulagsstofnunar.  Lokaskýrslur verkefna eru birtar á vef Skipulagsstofnunar.Úthlutanir 

2018

Íslensk þýðing og útgáfa bókarinnar Mannlíf milli húsa eftir danska arkitektinn Jan Gehl

Verkefnisstjóri: Anna María Bogadóttir, arkitekt

Íslensk þýðing og útgáfa bókarinnar Livet mellem husene eftir Jan Gehl sem  ber titilinn Mannlíf milli húsa í íslenskri þýðingu. Bókin sem er frá 1971 er ennþá talin lykilrit í arkitektúr, skipulagi og borgarfræðum.


Sustainable development of Kvosin - 101 Reykjavík: The potential impact of shared spaces on community and tourism

Verkefnisstjórar: Birgir Jóhannsson, arkitekt og Astrid Lelarge, sagnfræðingur.

Tilgangur verkefnisins er að skoða möguleika á þróun samrýma í Kvosinni og meta hvaða áhrif það hefði á nærsamfélagið og ferðamennsku. Verkefninu er einnig ætlað að gagnast sem verkfæri sem yfirvöld geta nýtt sér í skipulagsgerð.


Eftirspurn bíla- og hjólastæða á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnisstjóri: Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá EFLU.

Tilgangur verkefnisins er að meta eftirspurn eftir bíla- og hjólastæðum við mismunandi landnotkun á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að niðurstöður verkefnisins muni nýtast sveitarfélögum og þeim sem vinna við skipulag að ákvarða nauðsynlegan fjölda bíla- og hjólastæða.


Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi – skref í átt að kolefnishlutleysi

Verkefnisstjóri: Helga J. Bjarnadóttir, efna- og umhverfisverkfræðingur og sviðsstjóri Umhverfissviðs hjá EFLU

Tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig hægt er að meta kolefnisspor strax á skipulagsstigi og í kjölfarið setja kröfur í skilmála um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggð, landnotkun og samgöngum og aukna bindingu í gróðri


Verslun og skipulag

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ

Tilgangur verkefnisins er að öðlast betri skilning á samspili dagvöruverslunar í þéttbýli og skipulagsmála sem stýra þróun verslunarinnar. Rannsóknir á samspili verslunar og skipulags veitir  innsýn inn í hvaða þættir hafa áhrif á lífvænleika verslunarinnar. Slík rannsókn gæti einnig hjálpað fasteignaeigendum og rekstraraðilum verslunar að velja lífvænlega staði og þróa líflega kjarna, hvort sem er á hverfis- eða borgarvísu.

 


2017

Aðkoma ungmenna aðskipulagsmálum er varða umhverfið

Verkefnisstjóri: Pétur Halldórsson formaður félagsins Ungir umhverfissinnar 

Almenningssamgöngur á landsvísu – hvaða þættir skipta máli, núverandi staða og þróunarmöguleikar

Verkefnisstjóri: Bergþóra Kristinsdóttir fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld - Skipulagssaga Íslands

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson sagnfræðingur og skipulagsfræðingur, Crymogea

Quest for sustainable Reykjavik Capital Region: lifestyles, attitudes, transport habits, well-being and climate impact of young adults (SuReCaRe)

Verkefnisstjóri: Jukka Heinonen prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Sjálfbær byggð í dreifbýli - flokkun landbúnaðarlands í átt að sjálfbæru matvælakerfi

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur


2016

Landslag og þátttaka 

Verkefnisstjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi - Raundæmið Skjálfandi 

Verkefnisstjórar: Óli Halldórsson og Helena E. Ingólfsdóttir, Þekkingarneti Þingeyinga

Víðerni á miðhálendi Íslands - rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings 

Verkefnisstjóri: Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði


2015

Þétting byggðar á Akureyri 

Verkefnisstjóri: Arnþór Tryggvason, AVH ehf.

Þróun verklags við stafrænt skipulag 

Verkefnisstjóri: Árni Geirsson, Alta ehf. 

Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga 

Verkefnisstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Kjarnasvæði í þéttbýli 

Verkefnisstjóri: Gísli Rafn Guðmundsson, Landslagi ehf. 

Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur 

Verkefnisstjóri: Harpa Stefánsdóttir, Norwegian University of Life Sciences 

Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland 

Verkefnisstjóri: Nancy J. Guarderas, Háskóla Íslands 

Hlutverk við þéttingu byggðar 

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, VSÓ Ráðgjöf 


2014

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu 

Verkefnisstjóri: Auður Magnúsdóttir, VSÓ Ráðgjöf

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öldinni 

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson

Blágrænar ofanvatnslausnir leiðbeiningar um innleiðingu við íslenskar aðstæður 

Verkefnisstjóri: Heiða Aðalsteinsdóttir, Alta ehf.

Umhverfismat áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. Rýni á aðferðum til að meta áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. 

Verkefnisstjóri: Ólafur Árnason, Eflu verkfræðistofu

Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamgangna. 

Verkefnisstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

2013

Landslagsgreining  - staðareinkenni - verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar  

Verkefnisstjóri: Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar - lagarammi og réttarframkvæmd 

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands

Rafræn ferðavenjukönnun  

Verkefnisstjóri: Kristveig Sigurðardóttir, Verkís

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða: Sterkari staðarsjálfsmynd, staðarandi og ímynd. Aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa  

Verkefnisstjóri: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta ehf.

2012

Ásýnd bæja 

Verkefnisstjóri: Kristín Þorleifsdóttir, Vist og veru

Landsskipulagsstefna, mótun og þróun  

Verkefnisstjóri: Eva Dís Þórðardóttir, Háskólanum í Reykjavík

Skilgreining á ræktanlegu landi  

Verkefnisstjóri: Brynja Guðmundsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum 

Verkefnisstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarneti Þingeyinga

Skipulag húsnæðismála  

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

2011

Flokkun og skilgreining landbúnaðarlands  

Sigurður Jens Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík

Innleiðing stafræns skipulags á Íslandi  

Árni Geirsson, Alta    

Landbúnaðarland i skipulagsáætlunum  

Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða  

Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða