Stefna og áherslur
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og miðlun upplýsinga og fagþekkingar um skipulag og umhverfismat með gæði byggðar og sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi.
Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana.
Markmið
Stefnumótun
Í vinnu okkar að stefnumótun og skipulagsgerð leggjum við áherslu á fagþekkingu, samráð og þróun aðferða.
Stjórnsýsla
Í störfum okkar við stjórnsýslu skipulagsmála og umhverfismats leggjum við áherslu á fagþekkingu, skilvirkni, samráð og nýsköpun.
Miðlun
Við miðlum upplýsingum og fagþekkingu um skipulagsgerð og umhverfismat tímanlega og með áherslu á skilvirkar boðleiðir.
Rekstur
Við leggjum áherslu á að Skipulagsstofnun sé góður vinnustaður og vel rekin.
- Stefna 2019-2023
- Lykiltölur 2018
- Umhverfisstefna
- Græn skref í ríkisrekstri, 4. skrefi náð
- Yfirlýsing um loftslagsmarkmið og kolefnishlutleysi
- Jafnréttisáætlun