Skipulag og hönnun bæjarrýma

Mannlíf, byggð og bæjarrými - Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli

Vandað skipulag og hönnun bæjarrýma er mikilvægur þáttur þess að stuðla að sjálfbærri þróun og lífsgæðum fólks. Með samþættingu góðrar byggðar og vistvænna samgangna má móta eftirsóknarvert umhverfi til lífs og starfa og um leið ná fram ávinningi í loftslagsmálum. Ritinu Mannlíf, byggð og bæjarrými - Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli er ætlað að vera vísir á þeirri leið, til leiðbeiningar og stuðnings þeim sem fást við skipulagsmál. 

Leiðbeiningarnar eru samvinnuverkefni Skipulagsstofnunar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og eru hluti af útfærslu stefnumörkunar á þessu sviði, sem kemur fram í landsskipulagsstefnu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Hér er að finna vefútgáfu ritsins, sem skoða má í heild sinni eða smella á ákveðna kafla.

MBB-forsida

Mannlíf, byggð og bæjarrými, forsíða fyrsta kafla

Mannlíf, byggð og bæjarrými, forsíða annars kafla

Mannlíf, byggð og bæjarrými, forsíða þriðja kafla

Mannlíf, byggð og bæjarrými, forsíða fjórða kafla


Skýringarmyndir

Hér má nálgast þær skýringamyndir sem settar eru fram í leiðbeiningunum. Myndirnar má nota að vild í kynningar eða efni tengt skipulagi og hönnun bæjarrýma. Geta þarf heimilda við notkun þeirra. 

Skýringamyndir  (.zip skrá)