Landupplýsingar

Skipulagsstofnun heldur utan um þróun og innleiðingu stafræns skipulags og landfræðilegra gagnagrunna um hafskipulag og mat á umhverfisáhrifum, ásamt þróun og rekstri skipulagsvefsjár. 

Skipulagsvefsjá

Í skipulagsvefsjá er hægt að nálgast allt gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag á pdf-formi í gegnum landfræðilega staðsetningu.

Stafrænt aðalskipulag

Stafrænt aðalskipulag felur í sér að aðalskipulagsuppdrættir eru unnir á samræmdan hátt í landupplýsingakerfi. Til að tryggja samræmd vinnubrögð og styðja við innleiðingu þess hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags. Einnig hefur verið unnið sniðmát fyrir stafrænt aðalskipulag.

Þegar sveitarfélög leggja fram aðalskipulagstillögur og samþykkt aðalskipulag til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun þarf auk hefðbundinna skipulagsgagna að skila inn aðalskipulagsgögnum á stafrænu formi.

Auk þess að birta skipulagsgreinargerð og skipulagsuppdrætti aðalskipulags í Skipulagsvefsjá, mun Skipulagsstofnun framvegis gera stafræn aðalskipulagsgögn aðgengileg í vefsjá og til niðurhals.

Gerð stafræns aðalskipulags

Vegir í náttúru Íslands 

Skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi skal sveitarstjórn vinna samhliða gerð aðalskipulags. Einnig er hægt að vinna að slíkri vegaskrá samhliða gerð svæðisskipulags. Vegaskrána á að setja upp sem stafrænar landupplýsingar. Að neðan má nálgast forsnið fyrir skráningu gagna í skrá um vegi í náttúru Íslands auk leiðbeininga um skráninguna. 

Skráning gagna um vegi í náttúru Íslands

Landslagsgerðir og landslagssvæði

Árið 2020 kom út skýrslan Landslag á Íslandi – flokkun og kortlagning landslagsgerða á Íslandi, unnin af Eflu og Land Use Consultants í Skotlandi fyrir Skipulagsstofnun. Þar er sett fram landslagsgreining fyrir Ísland. Skilgreindir eru sjö yfirflokkar landslags og þar undir 27 landslagsgerðir. Allt landið er kortlagt með tilliti til þessara landslagsgerða. Þannig eru kortlögð alls 117 landslagssvæði. Að neðan má nálgast landupplýsingaþekjur yfir landslagsgerðir og landslagssvæði eins og þau eru skilgreind í skýrslunni.

Afmörkun landslagsgerða og landslagssvæða


Afmörkun svæðis- og deiliskipulags 

Að neðan er hægt að nálgast gagnagrunn sem inniheldur fláka sem sýna afmörkun skipulagssvæða svæðisskipulags og deiliskipulags. Fyrir hvern fláka eru skráðar eigindir sem lýsa grunnupplýsingum um skipulagsafmörkunina m.a. nafni og númeri sveitarfélags/a, heiti áætlunar, dagsetningu gildistöku og málsmeðferð.

Afmörkun svæðis- og deiliskipulags


Til að fá aðgang að WMS:

notendanafn: skipulagsstofnun_opingogn

lykilorð: skipulagsstofnun_opingogn