Landupplýsingar

Skipulagsstofnun heldur utan um þróun og innleiðingu stafræns skipulags og landfræðilegra gagnagrunna um hafskipulag og mat á umhverfisáhrifum, ásamt þróun og rekstri skipulagsvefsjár. 

Skipulagsvefsjá

Í skipulagsvefsjá er hægt að nálgast allt gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag á pdf-formi í gegnum landfræðilega staðsetningu.

Stafrænt aðalskipulag

Unnið er að þróun stafræns aðalskipulags. Fitjuskrá og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags eru í vinnslu og verða birtar fljótlega.

Afmörkun svæðis- og deiliskipulags 

Að neðan er hægt að nálgast gagnagrunn sem inniheldur fláka sem sýna afmörkun skipulagssvæða svæðisskipulags og deiliskipulags. Fyrir hvern fláka eru skráðar eigindir sem lýsa grunnupplýsingum um skipulagsafmörkunina m.a. nafni og númeri sveitarfélags/a, heiti áætlunar, dagsetningu gildistöku og málsmeðferð.  

Afmörkun svæðis- og deiliskipulags


Vegir í náttúru Íslands 

Skrá yfir vegi í náttúru Íslands, aðra en þjóðvegi skal sveitarstjórn vinna samhliða gerð aðalskipulags. Einnig er hægt að vinna að slíkri vegaskrá samhliða gerð svæðisskipulags. Vegaskrána á að setja upp sem stafrænar landupplýsingar. Að neðan má nálgast forsnið fyrir skráningu gagna í skrá um vegi í náttúru Íslands auk leiðbeininga um skráninguna. 

Skráning gagna um vegi í náttúru Íslands