Kynningarfundur um tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum og Austfjörðum - Reykjavík

  • 9.8.2022, 13:30 - 15:30, Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun heldur fund um tillögur að strandsvæðisskipulagi fyrir Vestfirði og Austfirði, þriðjudaginn 9. ágúst klukkan 13.30. Fundurinn fer fram í húsakynnum Skipulagsstofnunar við Borgartún 7B og er öllum opinn. Einnig verður boðið upp á streymi fyrir fundargesti sem eiga ekki heimangengt. Smelltu hér fyrir aðgang að streymi.

Þau sem fylgjast með streymi geta komið á framfæri spurningum til frummælenda í gegnum vefinn. Til að gera það þarf að fara inn á www.slido.com og setja kóða viðburðarins hafskipulag efst á vefsíðunni.

Í skipulagstillögunum er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa á Vestfjörðum frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri og á Austfjörðum frá Almenningsfles í norðri að Hvítingum í suðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundi um skipulagstillögurnar sem haldinn verður í Reykjavík.

Tillögurnar verða kynntar ásamt því að farið verður yfir ferli þeirrar vinnu sem nú liggur að baki. Að því loknu mun þátttakendum gefast tækifæri til að leggja fram spurningar.

  • Kynning tillagna á strandsvæðisskipulagi

  • Spurningar og umræður

Öll þau sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum.

Tillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum má nálgast hér. Nánari upplýsingar um ferlið má finna á hafskipulag.is.