Liðnir viðburðir

Kynning á skýrslunni Mannvirki á miðhálendinu

10. október á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b

  • 10.10.2018

Niðurstöður skýrslunnar Mannvirki á miðhálendinu verða kynntar á morgunfundi miðvikudaginn 10. október næstkomandi kl. 9:00 og verður boðið upp á morgunkaffi. Stefnt er að því að senda kynninguna út í beinni útsendingu á Facebook síðu Skipulagsstofnunar.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir mannvirkjum og þjónustu á miðhálendinu. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. Í Landsskipulagsstefnu 2015–2026 er Skipulagsstofnun falið að vinna að slíkri skráningu í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á miðhálendinu. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá fjölmörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og ritaðra heimilda. Nánari upplýsingar um skýrsluna er að finna hér.

Mannvirki á miðhálendinu  

Ferðaþjónustumannvirki á miðhálendinu, kortasjá.