Árangursríkt og skilvirkt umhverfismat

Umhverfismatsdagurinn 2021

  • 1.9.2021

Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram á Nauthóli miðvikudaginn 1. september næstkomandi kl. 13.00-16.30. Vegna samkomutakmarkana er ekki tekið við skráningum gesta í sal en streymt verður af viðburðinum á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Í ár verður Umhverfismatsdagurinn tileinkaður nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem taka gildi þennan sama dag. Yfirskrift dagsins er Árangursríkt og skilvirkt umhverfismat með vísan í áherslu laganna á einföldun á ferli umhverfismats, skilvirkni og samráð.

Lögin fela í sér heildarendurskoðun og sameiningu laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og laga um umhverfismat áætlana. Farið verður yfir inntak nýju laganna í megindráttum, þýðingu þeirra og helstu nýmæli og sagt frá vinnu við mótun nýrrar reglugerðar um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Einnig verður fjallað um hlutverk skipulagsgáttar, landfræðilegrar gagna- og samráðsgáttar sem Skipulagsstofnun vinnur nú að því að koma á fót, en í henni ber að birta öll gögn, ákvarðanir og umsagnir vegna umhverfismats framkvæmda og áætlana og leyfa til framkvæmda. Greint verður frá reynslu Finna af forsamráði en ákvæði í finnskum lögum er fyrirmynd forsamráðs í nýju lögunum. Loks verða kynntar niðurstöður rannsóknar á afstöðu almennings og mati fagaðila á samráði í skipulags- og framkvæmdamálum. Í lok dagskrár fara fram panelumræður þar sem rætt verður um ólík sjónarhorn á skilvirkni og árangur umhverfismats auk tækifæra með nýrri löggjöf.

Fundarstjóri er Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur.

Glærur fyrirlesara og upptökur af erindum má nálgast hér að neðan.

Dagskrá


13.00-14.20
 
Fylgt úr hlaði

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Upptaka

Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana – helstu breytingar og áherslur  

Egill Þórarinsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun Upptaka  Glærur

Ný reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana – nálgun og helstu breytingar 

Magnús Dige Baldursson, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu  Upptaka  Glærur

Nýsköpun og þróun á sviði umhverfismats – verklag við afgreiðslu mála og undirbúningur stafrænnar gáttar

Ólafur Árnason, forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun Upptaka  Glærur


Kaffihlé

14.50-16.30
Prior consultation in Finland‘s EIA – provision and practice

Seija Rantakallio, umhverfisráðuneyti Finnlands

Samráð við almenning um skipulagsmál

Guðný Gústafsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Upptaka  Glærur

Panelumræður

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

Bryndís Skúladóttir, VSÓ ráðgjöf

Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Svava Svanborg Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd

16.30  Fundarlok