Umhverfismatsdagurinn 2023

Loftslag og umhverfismat

  • 8.6.2023, 13:00 - 16:00, Hannesarholt

Nálgast má glærur og upptökur frá deginum hér fyrir neðan. 

Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram í Hannesarholti á Grundarstíg 10 í Reykjavík, þann 8. júní næstkomandi. 

Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin og fer skráning fram hér. Viðburðinum verður jafnframt streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.  Hægt verður að taka þátt í umræðum í gegnum Sli.do, en kóðinn er #2554333

Í ár verður Umhverfismatsdagurinn helgaður þætti loftslagsbreytinga þegar kemur að umhverfismati og farið yfir sviðið þegar kemur að framkvæmdum og áætlunum á Íslandi með tilliti til loftslagsáhrifa. Hvernig er hægt að standa betur að mati á áhrifum á loftslag? Við heyrum frá sérfræðingum úr ólíkum áttum og reynum að draga upp stöðuna eins og hún er – með það að markmiði að leita lausna fyrir framtíðina. Fundarstjóri er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.

 

Dagskrá Umhverfismatsdagsins 2023

13:00 Opnun
 

Setning fundarstjóra

Stefán Gíslason

 

Umhverfismatsdagurinn 2023  stiklað á stóru Glærur  Upptaka

Ólafur Árnason

 

Greenhouse gas emissions and EIA  A UK perspective  Glærur  Upptaka

Joanna Wright, forstöðumaður hjá ráðgjafarstofunni LUC í Englandi

 

Loftslagsmál í umhverfismati: Stækkun Keflavíkurflugvallar og Aðalskipulag Reykjavíkur  Glærur  Upptaka

Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur VSÓ Ráðgjöf

14:30 Kaffihlé
14:50

Hvernig náum við árangri í að draga úr loftslagsáhrifum framkvæmda?  Glærur  Upptaka

Alexandra Kjeld, sérfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu

 

Vatnafarsgreiningar og loftslagsspár í mati á umhverfisáhrifum  Glærur  Upptaka

Sveinn Óli Pálmarsson, Vatnaskil

  Pallborðsumræður
 

Alexandra Kjeld, sérfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu

Bryndís Skúladóttir, sérfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf

Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar

Hlín Gísladóttir, Umhverfisstofnun

Þórunn Wolfram Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs

16:00 Ráðstefnuslit