Mál í kynningu


15.2.2024

4.500 tonna aukning á hámarkslífmassa og breytingar á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi

Umhverfismat framkvæmda – matsáætlun í kynningu

Umsagnarfrestur er til 15. mars 2024

Háafell ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir 4.500 tonna aukningu á hámarkslífmassa af laxi og regnbogasilungi í sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Við breytinguna fer hámarkslífmassi fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi úr 6.800 tonnum í 11.300 tonn. Einnig er gert ráð fyrir að fækka og breyta eldissvæðum. 

Matsáætlunin er aðgengileg á Skipulagsgátt

Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt umsögn í gegnum Skipulagsgáttina eigi síðar en 15. mars 2024.