Mál í kynningu


3.11.2021

Allt að 24.000 tonna laxeldi Geo Salmo á landi í Ölfusi

Umhverfismat - matsáætlun í kynningu

Frestur til að senda umsagnir er til 2. desember 2021

Geo Salmo ehf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Matsáætlunin er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. desember 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.