Mál í kynningu


30.8.2019

Athafnasvæði Björgunar í Álfsnesvík, Reykjavík

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

  • Björgun

Kynningartími stendur frá 30. ágúst til 11. október 2019.

Björgun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrsla og viðaukar er aðgengilegt hér og á Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 11. október 2019 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Vakin er athygli á að samhliða eru auglýstar til athugasemda tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar adalskipulag.is, á vef SSH ssh.is/svaedisskipulag.is og á vef Skipulagsstofnunar skipulag.is, auk þess sem gögnin liggja frammi hjá framangreindum aðilum og á skrifstofum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdir við skipulagstillögurnar skulu sendar á ssh@ssh.is eða skipulag@reykjavik.is eigi síðar en kl. 16 þann 11. október 2019.

Kynningarfundur:
 18. september 2019 klukkan 17:00
 7. hæð í Borgartúni 12-14 hjá Reykjavíkurborg.