Mál í kynningu


29.3.2019

Auglýsing um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Múlar-Suðurlandsbraut, miðsvæði M2e

Athugasemdafrestur er til 10. maí 2019

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna miðsvæðis M2e í Síðumúla og Ármúla hvað varðar heimildir til íbúðarhúsnæðis.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1 hæð, á reykjavik.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 10. maí 2019.