Mál í kynningu


1.2.2019

Aukin framleiðsla á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Kynningartími stendur frá 4. febrúar til 19. mars 2019.

Fjarðalax og Arctic Sea Farm hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar nýja frummatsskýrslu um 14.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Patreks– og Tálknafirði. Um er að ræða viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis– og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018.

Allir geta kynnt sér skýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Skýrlan er aðgengileg hér og á bæjarskrifstofum Vesturbyggðar, bæjarskrifstofum Tálknafjarðarhrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 19. mars 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is .

Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Fjarðalax og Arctic Sea Farm standa fyrir kynningarfundi á skýrslunni þann 12. febrúar 2019 kl: 17.00 í seiðaeldisstöð Arctic Sea Farm í Norður Botni í Tálknafirði og eru allir velkomnir.