Blöndulína 3
Umhverfismat - kynning umhverfismatsskýrslu
Kynningartími umhverfismatsskýrslu er til 16. maí 2022
Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér, á skrifstofum Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkróki, skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, skrifstofum Akureyrarbæjar og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Vakin er athygli á að Landsnet stendur fyrir opnu húsi á Hótel KEA á Akureyri þann 30. mars nk. milli kl. 19.30 og 21.30, þann 31. mars í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð milli kl. 16.30 og 19.30 og á Nauthóli í Reykjavík 26. apríl milli kl. 16.00 og 18.30. Allir sem vilja kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og fá upplýsingar eru velkomnir.