Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stefnu um íbúðarbyggð á einstökum reitum
Tillagan felur í sér heimildir um fjölda íbúða á 6 nýjum og eldri byggingarreitum í Reykjavík auk skilgreiningar nýrra hverfiskjarna. Breytingartillögurnar ná til eftirfarandi svæða: Arnarbakki í Neðra-Breiðholti; Eddufell-Völvufell-Suðurfell í Efra-Breiðholti; Rangársel í Seljahverfi; reitur á mörkum Háleitisbrautar og Miklubrautar í Háleitis- og Bústaðahverfi; reitur á mörkum Grensásvegar og Bústaðavegar í Háleitis- og Bústaðahverfi; reitur við Vindás og Brekknaás í Seláshverfi.
Tillagan er til sýnis í þjónustusveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, á www.reykjavik.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 28. október 2020.