Mál í kynningu


25.3.2022

Breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá - Mosfellbæ og Reykjavíkurborg

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Kynningartími frummatsskýrslu er til 16. maí 2022.

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar, sem unnin er í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrslan , viðaukahefti I. , viðaukahefti II., viðaukahefti III. og teikningahefti eru aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b., 105 Reykjavík.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Vakin er athygli á að niðurstöður umhverfismatsins verða kynntar af hálfu framkvæmdaraðila þann 27. apríl kl. 17-19 í Norðlingaskóla.