Mál í kynningu


26.10.2021

Burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar

Kynning á tillögum að burðarþolsmati og áhættumati ásamt umhverfismatsskýrslu

Frestur til að gera athugasemdir er til 8. desember 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, kynnir tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar sbr. lög um fiskeldi nr. 71/2008 og umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Tillögur að burðarþolsmati og áhættumati ásamt umhverfismatsskýrslu eru aðgengilegar á samráðsgátt stjórnvalda og hér fyrir neðan.

Athugasemdir við burðarþolsmat, áhættumat erfðablöndunar og umhverfismatsskýrslu skal senda í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 8. desember 2021.

Tillögur að áætlunum:

Umhverfismatsskýrsla:

Fylgigögn: