Mál í kynningu


1.3.2019

Efnistaka í Súlum og Stapafelli á Reykjanesi

  • Rauðimelur, Súlur og Stapafell. Afmörkun framkvæmdasvæðis.

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Kynningartími stendur til 15. apríl 2019

Íslenskir aðalverktakar hafa sent til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku úr Súlum og Stapafelli á Reykjanesi, í Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar 1. mars til 15. apríl 2019 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrsla og fylgigögn eru aðgengileg hér á heimasíðu Skipulagsstofnunar.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. apríl 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.