Mál í kynningu


15.3.2017

Efnistaka Ístaks í Stapafelli á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Frestur til athugasemda er til 2. maí 2017

Ístak hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku í Stapafelli, Reykjanesi.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 17. mars 2017 til 2. maí 2017 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.  Frummatsskýrslan er aðgengileg hér.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. maí 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.