Mál í kynningu


31.1.2022

Efnistaka úr Litla Sandfelli í Þrengslum

Mat á umhverfisáhrifum - kynning matsáætlunar

Kynningartími matsáætlunar er til 3. mars 2022

Eden Mining hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir efnistöku úr Litla Sandfelli í Þrengslum í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Matsáætlunin er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 3. mars 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.