Mál í kynningu


17.8.2022

Efnistaka úr Litla Sandfelli í Þrengslum

Mat á umhverfisáhrifum - umhverfismatsskýrsla í kynningu

Umsagnarfrestur er til 3. október 2022

Eden Mining hafa lagt fram umhverfismatsskýrslu um efnistöku úr Litla Sandfelli í Þrengslum, Sveitarfélaginu Ölfusi.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfisskýrslan er aðgengileg hér  og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 3. október 2022 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.