Mál í kynningu


22.5.2018

Efnistaka við Eyri í Reyðarfirði, allt að 520 þúsund rúmmetrar

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Kynningartími er til 9. júlí 2018

Fjarðabyggð hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrslan er aðgengileg hér.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí 2018 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.