Mál í kynningu


6.1.2023

Efnisvinnsla úr sjó við Landeyjahöfn

Mat á umhverfisáhrifum - matsáætlun í kynningu

Umsagnarfrestur er til 8. febrúar 2023

HeidelbergCement Pozzolanic Materials hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á allt að 75 milljón m3 efnistöku í sjó úti fyrir Landeyjar- og Eyjafjallasandi og löndunar efnisins í Þorlákshöfn.

Matsáætlun liggur frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

Matsáætlun er aðgengileg hér.  Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. febrúar 2023 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.