Framleiðsla á vistvænum orkugjöfum á Grundartanga
Mat á umhverfisáhrifum - matsáætlun í kynningu
Umsagnarfrestur er til 27. febrúar 2023
Qair hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrir framleiðslu á vistvænum orkugjöfum á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.
Matsáætlunin liggur frammi til kynningar í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar Innrimel 3 frá 28. janúar til 27. febrúar 2023.
Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. febrúar 2023 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.