Mál í kynningu


27.6.2018

Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, Hrunamannahreppi

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

  • Kerlingarfjöll

Kynningartími stendur frá 28. júní til 10. ágúst

Fannborg ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

Frummatsskýrslu og viðauka má nálgast hér:

Frummatsskýrsla ásamt viðaukum liggur frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Hrunamanna, bæjarskrifstofu Hrunamannahrepps, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 10. ágúst 2018 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Fannborg ehf. stendur fyrir tveimur kynningarfundum á frummatsskýrslu:

  • 3. júlí kl. 12 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.
  • 3. júlí kl. 17 í húsi Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9 í Reykjavík. 

Allir eru velkomnir.