Mál í kynningu


8.11.2018

Hólasandslína 3

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

  • Hólasandslína

Kynningartími stendur til 21. desember 2018

Landsnet hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Hólasandslínu 3, 220 kV raflínu frá Akureyri að Hólasandi. Línuleiðin liggur innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar 9. nóvember 2018 til 21. desember 2018 á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar Geislagötu 9, á skrifstofum Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrsla er aðgengileg hér.

Fylgigögn eru á heimasíðu Landsnets .

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. desember 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.