Hvammsvirkjun, útivist og ferðaþjónusta og landslag og ásýnd
Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar
Kynningartími er frá 24. maí til 6. júlí 2017
Landsvirkjun hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofangreinda framkvæmd sem er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi ytra.
Frummatsskýrsla og sérfræðiskýrslur eru aðgengilegar hér og hjá skrifstofum Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. júlí 2017 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.