Mál í kynningu


1.12.2016

Hveravellir, Húnavatnshreppi

Mat á umhverfisáhrifum -  Endurskoðun matsskýrslu

  • Deiliskipulag

Kynningartími stendur frá 2. desember 2016 til 15. janúar 2017

Skipulagsstofnun hefur til meðferðar beiðni frá Húnavatnshreppi um að stofnunin taki ákvörðun um hvort að endurskoða þurfi að hluta eða í heild matsskýrslur vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Hveravöllum á vegum Hveravallafélagsins, á grundvelli 12. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.

Hveravallafélagið hefur lagt fram greinagerð vegna endurskoðunar eldri matsskýrslna frá árunum 1996 og 1997.

Greinargerðin er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér greinargerðina og lagt fram athugasemdir. 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. janúar 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Fyrri matsskýrslur:  


Fyrri úrskurðir: