Kerfisáætlun Landsnets 2016-2025
Kynning á tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu
Frestur til að gera athugasemdir er til 30. desember 2016.
Landsnet kynnir tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006.
Í kerfisáætlun er fjallað um grunnforsendur fyrir áætlun, niðurstöður kerfisrannsókna, sviðsmyndir, valkosti um uppbyggingu meginflutningskerfisins til næstu 10 ára og framkvæmdir á tímabilinu 2017-2019. Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.
Tillaga að kerfisáætlun og umhverfisskýrsla eru aðgengileg á vefsíðu Landsnets.
Landsnet mun halda opinn kynningarfund þann 29. nóvember og verður hann auglýstur sérstaklega.
Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og umhverfisskýrslu skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2016-2025.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016.