Mál í kynningu


1.6.2018

Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027

Kynning á tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu

  • Forsíða Kerfisáætlunar 2018-2027

Athugasemdafrestur er til 15. júlí 2018.

Landsnet hefur auglýst tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. 

Í kerfisáætlun er fjallað um grunnforsendur fyrir áætlun, niðurstöður valkostagreininga, áætlun um uppbyggingu meginflutningskerfisins til næstu 10 ára og lýsingar á framkvæmdaverkum á tímabilinu 2019-2021. Í umhverfisskýrslunni er gerð grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til. 

Tillaga að kerfisáætlun og umhverfisskýrsla eru aðgengileg á vefsíðu Landsnets. 

Landsnet mun halda opinn kynningarfund þann 7. júní á Grand Hótel klukkan 8:30-10:00.

Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og umhverfisskýrslu skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027. 

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 15. júlí 2018.