Kröflulína 3
Mat á umhverfisáhrifum - Frummatsskýrsla í kynningu
Athugasemdafrestur er til 5. maí 2017
Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Kröflulínu 3 í Skútustaðahreppi, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.
Kynning frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 5. maí 2017 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafninu á Egilsstöðum, á Amtsbókasafninu á Akureyri á sveitarskrifstofum Skútustaðahrepps, Reykjahlíð og Fljótsdalshrepps, Végarði og bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér.
Kynningarfundir: Niðurstöður frummatsskýrslu verða kynntar á opnum húsum frá kl. 18:00- 21:00 á eftirtöldum stöðum: Félagsheimilinu Skjólbrekku í Skútustaðahreppi þann 27. mars, Icelandair hótel Hérað á Egilsstöðum þann 28. mars og í Nauthól í Reykjavík þann 5. apríl 2017.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. maí 2017 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.