Mál í kynningu


12.11.2020

Lyklafellslína 1 og Ísallína 3

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun í kynningu

  • fyrirhuguð framkvæmd

Frestur til athugasemda er til 2. desember 2020

Landsnet hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 3, Sveitarfélaginu Ölfus, Mosfellsbæ, Kópavogi, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði.

Tillagan er aðgengileg hér og viðaukar hér. Tillagan ásamt viðaukum er einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. desember 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is