Mál í kynningu


28.12.2020

Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis í Seyðisfirði, Múlaþingi

Mat á umhverfisáhrifum - lengdur frestur til athugasemda

Fiskeldi Austfjarða hf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 10.000 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Seyðisfirði.

Kynningartími framkvæmdarinnar og frummatsskýrslunnar hefur verið framlengdur til 26. janúar 2021.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér. 

Kynningarefni framkvæmdaraðila má nálgast hér.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. janúar 2021 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is