Mál í kynningu


23.3.2023

Mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Mat á umhverfisáhrifum - kynning matsáætlunar

Umsagnarfrestur um matsáætlun er til 25. apríl 2023

HeidelbergCement Pozzolanic Materials hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats fyrir mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn.

Matsáætlunin liggur frammi til kynningar í hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7 og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn til 25. apríl 2023.

Matsáætlunin er einnig aðgengileg hér.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram umsagnir. Umsagnir skulu berast skriflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is eigi síðar en 25. apríl 2023.