Niðurdæling CO2 á Hellisheiði
Umhverfismat - matsáætlun í kynningu
Umsagnarfrestur er til 22. mars 2022
CarbFix hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats um niðurdælingu CO2 á Hellisheiði.
Matsáætlunin er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.
Vakin er athygli á því að framkvæmdaraðili mun kynna framkvæmdina á opnum streymisfundi 10. mars nk. kl. 20:00. Vefslóðin á streymisfundinn er https://bit.ly/3hSDrvz
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 22. mars 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.