Mál í kynningu


1.2.2023

Niðurdæling CO2 til geymslu á Hellisheiði

Mat á umhverfisáhrifum - kynning umhverfismatsskýslu

Umsagnafrestur er til 17. mars 2023

 

Carbfix hf. hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats niðurdælingar á CO2 til geymslu á Hellisheiði í Sveitarfélaginu Ölfusi. 

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrsla fyrir ofangreinda framkvæmd liggur frammi til kynningar á skrifstofum sveitarfélagsins að Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn. 

Umhverfismatsskýrslan ásamt viðaukum er aðgengileg hér

Viðauki 1 - Forðafræðilíkan

Viðauki 2 - Grunnvatn

Viðauki 3 - Jarðfræði

Viðauki 4 - Vöktunaráætlun

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. mars 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Vakin er athygli á að haldinn verður kynningarfundur á vegum Carbfix í húsakynnum OR að Bæjarhálsi 1 þann 21. febrúar nk. milli kl. 16 og 18 og eru allir velkomnir.