Mál í kynningu


8.7.2014

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2002-2014 (hafnarsvæði H-1)

Athugasemdafrestur er til 23. júlí 2014


Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi  Vestmannaeyja 2002-2014, hafnarsvæði H-1

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin er tvenns konar og felst annars vegar í því að hækka nýtingarhlutfall á landnotkunarreit H-1 úr 0,5 í 0,6. Hins vegar felst breytingin í því að auka landfyllingar á fjórum stöðum á sunnanverðum hafnarkanti um samtals 5690 m2.

Breytingartillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 11. júní nk. til 23. júlí 2014. Skipulagið liggur frammi í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til miðvikudagsins 23. júlí 2014. Skila skal athugasemdum á skrifstofur umhverfis- og framkvæmdasviðis að Skildingavegi 5. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Sigurður Smári Benónýsson,

skipulags- og byggingarfulltrúi.