Mál í kynningu


16.7.2014

Tillögur að nokkrum breytingum á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025

Frestur til að gera athugasemdir er til 27. ágúst 2014

Auglýsing um tillögur að nokkrum breytingum á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti 9. júlí 2014 að auglýsa tillögu að viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðaukinn inniheldur viðbætur og breytingar á stefnumörkun og skilmálum aðalskipulagsins auk breytinga á landnotkun á skipulagsuppdrætti og samantekt á vinnureglum vegna skipulagsmála og framkvæmdaleyfa. Gerð er grein fyrir áhrifum breytinga í greinargerð.

Meginatriði breytinga og endurskoðaðra ákvæða eru:

Syðra-Laugaland. Svæði fyrir þjónustustofnanir ÞS6 verður verslunar- og þjónustusvæði VÞ15. Reiðvegur, héraðsleið 2. Legu breytt norðan Miðbrautar. Syðri-Varðgjá. Hluti íbúðarsvæðis ÍS6 verður verslunar- og þjónustusvæði VÞ6-a Kaupangshverfi. Íbúðarsvæði ÍS13-a í landi Þórustaða II minnkað. Stokkahlaðir. Ákvæði um byggingarmagn.

Álfaslóð. Hluti frístundasvæðis FS9 leggst við íbúðarsvæði ÍS9. Ákvæði um lágmarksfjarlægðir bygginga frá landamerkjum endurskoðuð. Ákvæði um ný hús án tengsla við búrekstur endurskoðuð. Sett eru ákvæði /viðmiðun um aðkomuleiðir að íbúðarsvæðum og íbúðarlóðum. Sett eru ákvæði um aðstöðuhús, viðbótarhús á lóð. Settar eru viðmiðunarreglur um gáma og stöðu þeirra. Settar eru kröfur um skil skipulagsgagna til sveitarfélagsins á tölvutæku formi.

 

Samtímis er auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Athugasemdafrestur og skil athugasemda.

Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 16. júlí 2014 til og með 27. ágúst 2014. þær verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á www.esveit.is og hjá Skipulagsstofnun, www.skipulagsstofnun.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögunar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 27. ágúst 2014.

 

Skrifstofustjóri  Eyjafjarðarsveitar,

Stefán Árnason.