Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2013 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingin tekur einnig til 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan tekur til sveitarfélagsins í heild. Í aðalskipulagstillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Tillagan byggir á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015, sem verður felld úr gildi við gildistöku nýja aðalskipulagsins.
Ofangreindar skipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra http://www.hvolsvollur.is/ og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 20. ágúst 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. október 2014. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi