Mál í kynningu


2.9.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 10. apríl 2014. Breytingin felst í að landnotkun við Bjarnhóla í landi Hamars verði breytt úr landbúnaði í sorpförgun og efnistöku samkvæmt uppdráttum og greinargerð dagsettri 8. apríl 2014. Skipulagssvæðið tekur til 9,8 ha.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarbyggð, frá og með 18. ágúst til og með 28. september athugasemdarfrestur er til sama tíma. Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar, http://www.borgarbyggd.is/ og mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

 

Lulu Munk Andersen,
skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.