Leiðrétting - Auglýsing um tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, landnotkun við Grundartanga og stefnumörkun fyrir iðnaðarsvæði
Auglýsing birtist þann 29. ágúst síðastliðinn, en þar var ranglega farið með auglýsingatíma og athugasemdarfrest tillögu breytinga aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillaga vera til sýnis eigi skemmri tíma en sex vikur og aðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu innan sama frests frá birtingu auglýsingar. Auglýstur var einungis 5 vikna auglýsingartími og athugasemdarfrestur. Auglýsingatími og athugsemdafrestur mun því vera framlengdur um 1 viku eða til og með 10. október 2014.
Tillögur breytinga aðalskipulags liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3. Tillögur má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.hvalfjardarsveit.is/skipulag/auglysingar/ frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Athugasemdir við tillögur breytinga aðalskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 10. október 2014 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.