Auglýsing um skipulag tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022, Akurbakkavegur
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti 7. júlí 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir að athafnasvæði 124 A við Akurbakkaveg norðan hafnarsvæðisins verði breytt í íbúðarsvæði (124 Íb). Þar verði gert ráð fyrir einu til tveimur íbúðarhúsum.
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Akurbakkaveg
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti 7. júlí 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði 125 Íb og 124 Íb (miðað við ofangreinda breytingu á aðalskipulagi) skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni er lóð Akurbakka skilgreind svo og ný íbúðarlóð við Akurbakkaveg auk byggingarskilmála.
Athugasemdafrestur og skil athugasemda
Tillögurnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 12. september 2014 til og með 31. október 2014. Þær verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Grýtubakkahrepps á http://www.grenivik.is/. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Gamla skólanum, 610 Grenivík, eða á netfangið sveitarstjori@grenivik.is í síðasta lagi þann 31. október 2014.
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.