Auglýsing um tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Laugardalshrepps (Austurey 1 og Lækjarhvammur) og Skeiða- og Gnúpverjahrepps (Búrfellsvirkjun)
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi:
-
Breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 1. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað íbúðarsvæðis.
-
Breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Smávirkjun.
-
Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Stækkun Búrfellsvirkjunar.
Samtímis er auglýst tillaga að deiliskipulagi smávirkjunar í landi Lækjarhvamms í Bláskógabyggð og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Austureyjar I og III í Bláskógabyggð. Lóð fyrir hótel/gistihús í stað íbúðarlóða.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá kl. 9-16 og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá frá 2. október til 14. nóvember 2014. Athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 14. nóvember 2014 og skulu þær vera skriflegar.
Pétur Ingi Haraldsson,
skipulagsfulltrúi,