Mál í kynningu


30.10.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, sunnan Fitja

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Samhliða er auglýst deiliskipulagstillaga sunnan Fitja skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, breyting á verslunar-og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja, aukið byggingarmagn.

Breyting á aðalskipulagi felst í að auka leyfilegt byggingarmagn á svæði VÞ5 sunnan Fitja og hækka nýtingarhlutfall á svæðinu. Áður hefur verið gerð breyting á VÞ5 sem heimilar uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera, og að uppbyggingartímabil geti hafist 2013 í stað 2015.

Tillögur ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. október til 10. desember 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/. Aðalskipulagstillagan er einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. desember 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ.

 

Reykjanesbæ, 22. október 2014
Skipulagsfulltrúi