Mál í kynningu


18.11.2014

Auglýsing um tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar

Skipulagsstofnun auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, ásamt umhverfisskýrslu, vegna fyrirhugaðra virkjana á veituleið Blönduvirkjunar samkvæmt 4. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingartillagan er unnin að ósk Húnavatnshrepps.

Breytingin tekur aðeins til fyrirhugaðra framkvæmda á veituleið Blönduvirkjunar sem áhrif hafa á efni og/eða framsetningu gildandi svæðisskipulags. Um er að ræða stöðvarhús Kolkuvirkjunar ásamt að- og frárennslisskurðum og stöðvarhús Friðmundarvirkjunar ásamt stíflu, lóni og veituskurðum milli Smalatjarnar og Austara-Friðmundarvatns auk vega að virkjununum. Að mati Skipulagsstofnunar samræmist breytingartillagan meginstefnu svæðisskipulagsins en kallar á breytingu á ákvæðum á skipulagsuppdrætti og í kafla 6.3 og 6.4 í greinargerð.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis hjá Skipulagsstofnun að Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum frá og með mánudeginum 17. nóvember 2014 til og með þriðjudagsins 30. desember 2014 á skrifstofutíma. Jafnframt verða gögnin aðgengileg á eftirfarandi vefsíðum: www.skipulagsstofnun.is og www.hunavatnshreppur.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagsins 30. desember 2014. Athugasemdir skal senda til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða á netfangið skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is.


Tillöguna og umhverfisskýrsluna má nálgast hér.