Mál í kynningu


19.11.2014

Framleiðsla á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu

Frummatsskýrslan er til kynningar til 6. janúar 2015.

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofangreinda framkvæmd.

Tillaga að framkvæmdinni og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum: Bæjarskrifstofum Ísafjarðar, skrifstofu Súðavíkurhrepps, skrifstofu Strandabyggðar, Bæjar- og héraðsbókasafni Ísafjarðar, Bókasafni Súðavíkur, Héraðsbókasafni Strandasýslu, í Þjóðarbókhlöðunni og á Skipulagsstofnun.  Kynningartími er frá 20. nóvember 2014 til 6. janúar 2015.


Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 6. janúar 2015 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 108 Reykjavík.  Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Hér má skoða frummatsskýrslu.