Mál í kynningu


19.12.2014

Landsskipulagsstefna 2015-2026 - tillaga til kynningar

Skipulagsstofnun auglýsir tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.

Í tillögunni er sett fram stefna um:

1.  Skipulag á miðhálendi Íslands

2.  Skipulag í dreifbýli

3.  Búsetumynstur og dreifingu byggðar

4.  Skipulag á haf- og strandsvæðum

Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt fylgiskjali, Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir, er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is og vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Fyrirhugaðir eru kynningarfundir vegna tillögunnar í janúar 2015 og verða þeir auglýstir síðar.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til 13. febrúar 2015. Þeim skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða um athugasemdagátt á vef landsskipulagsstefnu www.landsskipulag.is.

Auglýst tillaga að landsskipulagsstefnu:

Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Tillaga til kynningar (pdf útgáfa, 19. desember 2014)

Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Tillaga til kynningar (19. desember 2014)

Fylgiskjal auglýstrar tillögu að landsskipulagsstefnu:

Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir (pdf útgáfa, ágúst 2014)

Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir (ágúst 2014)