Mál í kynningu


29.12.2014

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022, Austurgata 7

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin takmarkast við lóðina Austurgötu 7. Byggingar kaþólsku kirkjunnar á lóðinni eru byggðar á árunum 1935-1976 og þar var rekinn spítali og leikskóli árum saman sem sett mikinn svip á bæinn. Á síðustu árum hefur stafsemi í byggingum kirkjunnar á lóðinni breyst. Nú er áformað að breyta gamla leikskólanum og hluta systraheimilis í fræðslusetur með gistiheimili og veitingaaðstöðu. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að heimilt verður að starfrækja ráðstefnu-, gisti- og veitingaþjónustu á lóðinni. Sjá nánari upplýsingar í tillögu.

Tillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, http://www.stykkisholmur.is/stjornsyslan/byggingarfulltrui/ og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma frá 10-16 frá 10. desember 2014 til 21. janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 21. janúar 2015.

 

Sigurbjartur Loftsson
skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi.