Mál í kynningu


30.12.2014

Lýsing vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli

Skipulagsstofnun hefur að ósk Borgarbyggðar unnið lýsingu vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Geitlandi og ísganga í Langjökli. Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana.

Í samræmi við 4. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga ber stofnuninni að kynna lýsingu fyrir umsagnaraðilum áður en endanleg tillaga liggur fyrir og er auglýst til athugasemda.  

Skipulagsstofnun gefur umsagnaraðilum og öðrum sem áhuga hafa færi á að koma með ábendingar við meðfylgjandi lýsingu til 15. janúar 2015.

Lýsingin hefur verið send eftirtöldum umsagnaraðilum til kynningar: Borgarbyggð, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Húnavatnshreppi, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Vegagerðinni,  Heilbrigðiseftirliti Vesturlands,  Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Mannvirkjastofnun og Þingvallanefnd.

Lýsinguna má nálgast hér.