Ósk um endurupptöku umhverfismats Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp
Skipulagsstofnun hefur borist erindi Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir endurupptöku á hluta úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 28. febrúar 2006, um leið B á 2. áfanga Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp.
Nálgast má gögn vegna málsins á eftirfarandi slóð:
http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsskyrslur/nr/9536
Nánar um málsmeðferð erindis Vegagerðarinnar
Frestur til að koma athugasemdum á framfæri er til og með 23. febrúar 2015. Þær þurfa að berast bréflega til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is